Óspennandi byrjun

1 stjarna er bara jafn sterk og stjörnurnar í þáttunum. Steindi og Dóri skemmta áhorfendum með skemmtilegri dínamík sem finnst bara hjá æskuvinum.

Upphafstitlarnir gefa góða mynd af þeirra sambandi á sama tíma og þeir sýna þá í essinu sínu á leið í næsta ævintýri.

Ljótt útlit

Innblástur titilgrafíkar kemur frá TripAdvisor þar sem græni liturinn og formin á "stjörnunum" hafa sterka tengingu í huga fólks við einkunnargjafir og ferðalög.

Útlitið einkennist af ringulreið og gruggi en það er líka stór partur af hugmynd og útliti þáttana.

Mismunandi litir eru fyrir hverja borg fyrir sig sem tákna borgirnar á mismunandi máta. Staðarnöfn að sama skapi og titill breytir bókstöfum sínum til að sýna breytileika og óreiðuna í þáttunum.

Hræðileg skoðun

Dómarnir hér að neðan voru hannaðir til þess að áhorfendur myndu þekkja útlitið og vita hvað um væri að ræða þegar þeir birtust á skjánum.

Það að bæta við dómunum um þá staði sem voru heimsóttir var með tvíþættan tilgang. Annars vegar var húmor í þeim sjálfum og hins vegar gátu þeir dýkað samúð áhorfandans með Dóra og Steinda.

Lélegt efni

Við gerðum slatta af samfélagsmiðlaefni fyrir þættina. Í þessari frábæru klippu er búið til meiri tenging á milli áhorfandans og efni þáttana. Þetta er gert með því að nota talsetningu yfir efnið úr þáttunum og bjóða áhorfendanum með sér í ferðalagið.

Hvernig það hófst - hvernig gengur er samfélagsmiðlaefnið hér að neðan. Okkur langaði að gera þetta bæði til þess að sýna lengd vinskapsins og á sama tíma hvað breytist með aldrinum. Sem þó virðist ekki vera mikið í þeirra tilfelli.

Axel F Friðriks.

Hönnun

Hugmyndir og textaskrif

Axel F Friðriks.
Kristófer Ísak

Atlavík
Hannes Þór Arason
Steinþór H Steinþórsson

Framleiðsla

Next
Next

Flamingó Bar