Margfalt skemmtilegra plús sumar

Stöð 2 býður upp á frábært sjónvarpsefni og úrval af íslensku og erlendu efni, hvort sem það er í línulegri dagskrá eða á streymisveitunni Stöð 2+.

Við unnum með þeim í rödd miðilsins á samfélagsmiðlum og settum saman ótal hugmyndir eftir vinnustofu með þeim. En meira en það, við enduðum á því að framleiða um tuttugu myndir eða myndbönd.

Helsta markmiðið var að hafa gaman af því að búa til efnið en þá myndi notandinn einnig skemmta sér.

Sögur & leikir.

Hjólið.

Hugmyndin var að búa til efni sem sýnir úrvalið á Stöð 2+ á skemmtilegan máta. Hjólið gerir úrvalið að leik fyrir notendur.

Þegar þú stöðvar myndbandið færð þú efni til að horfa á, leikvæddar auglýsingar halda notandanum við efnið lengur.

Ferðalag.

Margir nýta sumarfríið sitt í að ferðast og upplifa ókunnuga staði. Það þarf hinsvegar ekki alltaf að setjast í flugvél til að ferðast, heldur er marga áfangastaði að finna á Stöð 2+.

Komment.

Hvað á ég að gera í sumar? Einföld spurning og hægt að svara með aðstoð þátta sem má finna á Stöð 2+.

Sumarið er margfalt skemmtilegra með Stöð 2+ og allir geta fundið eitthvað fyrir sig.

Auglýsingar.

Stöð 2+ er án auglýsinga, bara stanslaus skemmtun. Hugmyndin tekur spennandi atriði og truflar það með ímynduðu auglýsingahlé en það fellur frá og allt gamanið springur út.

Notendur sjá því kosti þess að horfa á uppáhalds efnið sitt án truflana.

Axel F Friðriks.
Eyvindur Einar Guðnason

Axel F Friðriks.
Agnes Sólmundsdóttir
Kristófer Ísak Hölluson
Eyvindur Einar Guðnason
Mariam Laperashvili
Ingibjörg A. Gestsdóttir

Hönnun


Texta- og
hugmyndasmíði

Previous
Previous

Kvöldstund með Kanarí

Next
Next

Matarboð