Best er að fara í gegn um verkefnið frá upphafi til endó.

Upphafstitlar eru gerðir til þess að auka upplifun fólks og tengja við efnið sem þau eru að horfa á. Þeir eiga að vera einkennandi án þess að stela sviðsljósinu.

Því var ákvörðunin tekin að gera titlaskiltið auðmjúkt og tímalaust í takt við skýringarmyndir og texta.

Einkenni.

Endómetríósa er sjúkdómur sem leggst á 1 af hverjum 10 manneskjum sem fæðast með kvenlíffæri.

Greining.

Heimildarmyndin er hugljúf en átakanleg saga um manneskjur greindar með endómetríósu og aðstandendur þeirra.

Hún fer yfir kvalirnar sem fylgja, í gegn um langdregið greiningaferli og loks erfiðar aðgerðir sem geta verið nauðsynlegar til að bæta lífsgæði á einhvern hátt.

Nám.

Við gerðum upplýsingaskilti og skýringamyndir til þess að miðla staðreyndum endó á hnitmiðaðan og fallegan hátt, ásamt því að bæta inn myndum af þeim frábæru konum sem komu fram í myndinni með endó.

Myndin notaðist við grafík meðal annars til að útskýra hugtök, vekja athygli á tölfræði, gera skýringarmyndir og fara nánar út í einkennandi hluti endómetríósu.

Axel F Friðriks.

Hönnun

Silfra Production
Þóra Karítas
Endó samtökin
Lilja Guðmundsdóttir
Karen Ösp Friðriksdóttir

Framleiðsla og leikstjórn

Next
Next

Gestir