Skólabókardæmi.

Hvað gerist bakvið tjöldin í grunnskóla? Hvernig semur kennurunum og starfsfólki saman? Hvaða sögur eru ósagðar?

Þessum spurningum er svarað í Kennarastofunni af stjörnuliði leikara og framleiðslu. Öll serían núna í Sjónvarpi Símans.

Við fengum heiðurinn að koma að myndbyggingu þáttana með veggspjöldum, upphafstitlum og samfélagsmiðlum.

Heimanám.

Í upphafi skal titla skoða. Við settum okkur það verkefni að þættirnir í heild myndu hafa sama sjónarspil og tilfinningu.

Skemmtun, létt drama og einstakir karakterar skína í gegnum þættina 6 en við nýttum einkennandi hluti og teikningar fyrir hvern og einn karakter með skissuðum stíl.

Myndmennt.

Baldur Kristjánsson tók frábærar myndir af hópnum á setti sem við færðum á blað með tilheyrandi grafík.

Tónlist frá sirka 90s spilar stórt hlutverk í þáttunum og við vildum gefa því blæ í grafíkinni, án þess að tapa ferskleika nútímans eða aftengja við skólann og útlit hans.

Hér fyrir neðan eru fyrstu prufur úr ferlinu, tónninn var settur en ferlið var að finna letur og bakgrunn sem hentaði þáttunum best.

Samfélagsfræði.

Samfélagsmiðlar eiga að vera skemmtilegir, en það var ekki erfitt verkefni fyrir þessa þætti.

Við sköpuðum meme, samklipp og karakterapóster fyrir Símann og leikarana að deila.

Axel F Friðriks.
Eyvindur Einar Guðnason

Hönnun

Axel F Friðriks.
Kristófer Ísak Hölluson
Eyvindur Einar Guðnason

Texta- og hugmyndasmíði

Kontent
Jón Gunnar Geirdal
Kristófer Dignus
Guðný Guðjónsdóttir
Sara Djeddou Baldursdóttir

Framleiðsla og leikstjórn

Birna Eyfjörð Þorsteinsdóttir

Baldur Kristjánsson

Tónlist

Ljósmyndir

Tengiliðir hjá Símanum

Birkir Ágústsson
Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Previous
Previous

Gestir

Next
Next

Kvöldstund með Kanarí